Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018

Aðgengi

Menning og listir eru ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra.

Í stefnu Listahátíðar í Reykjavík 2017-2020 er lögð rík áhersla á að hátíðin nái til fjölbreytts hóps áhorfenda og að aðgengi sé tryggt að viðburðum fyrir sem flesta. Aðgengismál í víðum skilningi eru höfð til hliðsjónar við allt skipulag hátíðarinnar.

Listahátíð mun teygja anga sína út í samfélagið, bæði bókstaflega (með því t.d. að bjóða upp á viðburði utan miðborgarinnar) og með sértækum aðgerðum til þess að ná til ákveðinna hópa.

Úrval ókeypis viðburða verður í boði á Listahátíð, bæði í almenningsrýmum og í Klúbbi Listahátíðar og þess gætt að allir aldurshópar fái eitthvað við sitt hæfi.

Upplýsingar um aðgengi fyrir hvern viðburð verða settar skýrt fram í kynningarefni.

Hátíðin verður sérstaklega kynnt fyrir fólki af ólíkum menningarlegum uppruna. 


Rafrænum miðlum verður beitt til þes að ná til þeirra sem ekki hafa tök á að sækja
hátíðina í eigin persónu.