Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018

Klúbbur 2018

KLÚBBUR LISTAHÁTÍÐAR ENDURVAKINN

Eftir að hafa legið í dvala í mörg ár verður Klúbbur Listahátíðar endurvakinn á Listahátíð 2018.

Klúbburinn gegndi mikilvægu hlutverki um árabil, ekki síst á níunda og tíunda áratugnum, sem samkomustaður fyrir listamenn og gesti hátíðarinnar þar sem lifandi tónlist var í hávegum höfð. Klúbburinn var lengst af rekinn í Félagsstofnun stúdenta og síðar m.a. á Hótel Borg, Hressó, Iðnó og Sólon Íslandus.

Klúbbur Listahátíðar 2018 verður opinn alla dagana sem hátíðin varir eða frá 2.-17. júní og verður að þessu sinni staðsettur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Klúbburinn verður sérstaklega innréttaður fyrir hátíðina í fjölnotarými safnsins og þar verður hægt að njóta ljúfra veitinga og úrvals listviðburða  á meðan á hátíðinni stendur. Klúbbstjóri er Elísabet Indra Ragnarsdóttir. 

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dagskrá Klúbbsins en rétt er að ítreka að þessi dagskrá á eftir að þéttast enn frekar þegar nær dregur hátíð. Upplýsingar verða uppfærðar jafnóðum hér á heimasíðunni.