Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
23
október

Miðasala er hafin á tónleika Víkings á Listahátíð í Reykjavík

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á Opnunartónleika Listahátíðar í Reykjavík dagana 6. og 7. júní 2020.

Víkingur Heiðar Ólafsson opnar Listahátíð 2020 með óðviðjafnanlegri efnisskrá. Leikin verða verk tveggja risa franskrar tónlistar, Debussy og Rameau, auk eins helsta meistaraverks rússneskra tónbókmennta, Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky, í stórglæsilegri umritun Vladimir Horowitz.
 
Víkingur Heiðar á hreint út sagt ótrúlegt ár að baki en hann var á dögunum útnefndur Listamaður ársins á Gramophone verðlaununum í London. Fyrr á árinu hlaut hann verðlaun BBC Music Magazine, fyrir einleiksplötu ársins, auk þess sem plata hans var valin sú besta yfir alla flokka. Þá hlaut hann einnig þýsku tónlistarverðlaunin Opus Klassik, auk íslensku tónlistarverðlaunanna.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is og í miðasölu Hörpu.

Sjáumst á Listahátíð 2020!